grein
Hugverkageirinn og hagkerfið keyrt í gang

Hugverkageirinn og hagkerfið keyrt í gang

31/03/20 07:00

Stjórnarformaður Rafmyntaráðs

Kristján Ingi Mikaelsson

Stjórnarformaður Rafmyntaráðs

Sigríður Mogensen er hagfræðingur og starfar hjá Samtökum iðnaðarins sem sviðsstjóri Hugverkasviðs. Einnig er hún er með meistaragráðu frá London School of Economics. Áður starfaði Sigríður í orðsporðsáhættudeild hjá Deutche Bank í London ásamt því að hafa verið blaðamaður.

Í þættinum ræddi Sigríður um hvernig við Íslendingar getum snúið bökum saman og blásið til sóknar. Sérstaklega er farið í saumana á hugverkum og þeim iðaði sem byggir á mannviti, en Sigríður telur það vera augljósan kost sem ein af grunnstoðum Íslands þegar rykið sest eftir faraldurinn. Rætt var um mikilvægi þess að skapa rétta hvata í samfélagnu til þess að verja góð störf í landinu.

Þátturinn var tekinn upp 27 mars.

Hlustaðu á þáttinn: