Stjórnarformaður Rafmyntaráðs
Nú er komið að aðalfundi Rafmyntaráðs Íslands. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 29. september að Katrínartúni 4, á annari hæð klukkan 17:00.
Stefnt er að því að hafa fundinn hnitmiðaðan í ljósi aðstæðna og verða allar sóttvarnir tryggðar á staðnum. Það er mikilvægt að við fáum sem flesta félaga úr samtökunum á staðinn til að stjórnin sem verður kosin fái meðbyr inn í nýja starfsárið.
Ef þú ert nú þegar skráð/ur í samtökin er mikilvægt að þú greiðir árgjaldið fyrir fundinn til að geta tekið þátt í kosningunum. Fyrir þau sem ekki eru félagar, er hægt að skrá sig hérna: https://ibf.is/register
Við hvetjum þig til að skrá þig í samtökin!
Stjórn Rafmyntaráðs skipa sjö einstaklingar hverju sinni. Um er að ræða frambærilegan hóp af fólki úr öllum áttum sem mótar stefnu Rafmyntaráðs ár hvert. Vert er að taka það fram að engin sérstök þekking er nauðsynleg og það skiptir samtökin miklu máli að hafa sem mesta fjölbreytni innanborðs. Skort hefur konur í stjórn og hvetur stjórnin þær því sérstaklega til að bjóða sig fram.
Ef þú vilt kafa dýpra ofan í heim rafmynta og bálkakeðja þá er stjórnin tilvalinn staður til að byrja þá vegferð fljúgandi. Einnig hafa einstaklingar í stjórn ráðsins góða yfirsýn yfir tækifærin í geiranum.
Stjórnin fundar annan hvern mánuð í 90 mínútur og eru önnur störf utan þess tíma ekki skylda. Samtökin hafa framkvæmdastjóra í fullu starfi sem heldur utan um daglegan rekstur samtakanna og önnur málefni.
Hægt er að lesa meira um störf stjórnar á wiki síðu samtakanna.
Skráðu þig í framboð til stjórnar
---
Sjáumst á aðalfundinum,
Stjórn Rafmyntaráðs