Stjórnarformaður Rafmyntaráðs
Fyrr í mánuðinum fór fram aðalfundur Rafmyntaráðs Íslands. Á fundinum fóru félagar yfir ýmis mál og kusu sér nýja stjórn. Ljóst er að kraftmikið fólk er komið í stjórnina og komandi starfsár er spennandi. Félagar Rafmyntaráðs vilja beina sérstökum þökkum á fyrri stjórn fyrir vel unnin störf.
Við tókum saman bakgrunn einstaklinga í stjórninni til þess að kynnast þeim betur, en áherslurnar þeirra spanna breitt áhugasvið. Erna Sigurðardóttir tekur formennsku í stjórninni og Kjartan Ragnars tekur við sem gjaldkeri.
Erna er lögfræðingur og starfar hjá fjártæknifyrirtækinu Rapyd Europe. Hún hefur starfað hjá Skatta- og lögfræðiráðgjöf Deloitte og hjá LOGOS lögmannsþjónustu. Erna hefur sérstakan áhuga á samspili tækni og lögfræði og hefur m.a. rannsakað bálkakeðjutæknina og notkun hennar í ýmsum tilgangi með áherslu á lögfræðileg álitaefni og jafnframt flutt fyrirlestra um efnið. Erna er stofnandi áhugahóps um tæknirétt innan Lögfræðingafélags Íslands og kemur einnig til með að kenna áfanga við HR um fjártækni og lög.
Erna hefur fjölbreytta reynslu af félagsstörfum og hefur m.a. setið í stjórn VERTOnet, hagsmunasamtaka kvenna í upplýsingatækni á Íslandi, í Gæðaráði íslenskra háskóla, í stjórn Stúdentafélags HR og tekið virkan þátt í uppbyggingu öflugs háskólasamfélags á Íslandi í öðrum trúnaðarstöðum. Hún situr nú í starfshóp menntamálaráðherra um gæði og skilvirkni í háskólum.
Diljá Helgadóttir er með nokkurra ára reynslu í bankageiranum en starfar nú sem lögfræðingur á alþjóðlegu lögmannsstofunni Van Bael & Bellis í Brussel. Van Bael & Bellis hefur verið leiðandi lögmannsstofa á sviði Evrópuréttar, þar með talið samkeppnis- og viðskiptaréttar sl. 35 ár. Diljá lauk LL.M. gráðu í alþjóðlegum viðskiptarétti og tæknirétti frá lagadeild Duke háskóla í vor. Sem lögfræðingur hefur Diljá tileinkað sér kunnáttu á ýmsum álitaefnum sem kunna að koma upp í tengslum við vaxandi landslag á sviði fjártækni.
Áður útskrifaðist hún með BA og ML gráður í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Þar útskrifaðist hún með hæstu meðaleinkunn á meistaraprófi og fékk verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur. Diljá hefur birt sex fræðigreinar á ritrýndum vettvangi bæði hér á landi sem og erlendis, tvær á sviði fjártækni.
Daníel F. Jónsson hefur starfað í upplýsingatækni frá árinu 2002, lengi vel erlendis fyrir félög eins og HP og Dell en á síðustu árum hér á Íslandi. Þar hefur hann unnið fyrir Annata, Advania og að lokum hjá Advania Data Centers þar sem hann var Director of Blockchain Technologies. Frá byrjun 2019 hefur hann starfað sjálfstætt og rekur í dag félag sem veitir ráðgjöf um mining og rafmyntir.
Hanna Kristín Skaftadóttir er framkvæmdastjóri Poppins & Partners og hefur starfað á breiðu sviði nýsköpunar, fjármála og endurskoðunar síðastliðin 15 ár. Hún vinnur sem stendur að doktorsverkefni við að rannsaka innleiðingu á Robotic Process Automations e. RPA í endurskoðun á Íslandi. Hanna sinnir einnig kennslu í meistaranámi við viðskiptadeild Háskóla Íslands á sviði fjármála og endurskoðunar/reikningsskila. Hún er hluti af teymi CAR Lab (e. continuous accounting research lab) við Rutgers University og hefur verið að fylgjast þar náið með rannsóknum á möguleikum á notkun bálkakeðja.
Hlynur Þór Björnsson hefur starfað á fjármálamarkaði við áhættu- og eignastýringu undanfarin 15 ár, meðal annars sem Deildarstjóri Fjárhagsáhættu hjá Valitor hf, Forstöðumaður Áhættueftirlits Gildis lífeyrissjóðs og fyrir það sem sérfræðingur í áhættustýringu hjá Arion banka og fjárstýringu Landsbankans. Hlynur er einn af stofnendum Rafmyntaráðs og hefur verið formaður stjórnar frá árinu 2018.
Kjartan Ragnars er stofnandi Cicero lögmannsstofu þar sem hann starfar sem lögmaður. Hann situr í stjórn Myntkaupa og sinni lögfræðilegum störfum fyrir félagið. Kjartan þekki því orðið nokkuð vel þær lagareglur sem gilda um starfsemi fyrirtækja sem sýsla með rafmyntir og eins hvaða lagareglur einstaklingar þurfa að hafa í huga.
Valur er framkvæmdastjóri Taktikal er sérhæfir sig í rafrænum traustþjónustum. Hann lauk námi í rafrænum viðskiptum fyrir 20 árum síðan hefur um árabil starfað við stafræna vöruþróun í fjármálageiranum ásamt því að hafa setið í varastjórn Rafmyntaráðs s.l. ár.
Kristján hefur sinnt störfum framkvæmdastjóra frá ársbyrjun 2018 og mun sinna þeim störfum áfram.