grein

Ný stjórn Rafmyntaráðs kjörin

08/10/22 12:00

Stjórnarformaður Rafmyntaráðs

Kristján Ingi Mikaelsson

Stjórnarformaður Rafmyntaráðs

Ný stjórn Rafmyntaráðs Íslands var kjörin á aðalfundi félagsins í gær. Sjö einstaklingar eru í stjórn og varastjórn, þar af tveir aðilar úr fyrri stjórn ásamt fyrrum framkvæmdastjóra félagsins.

Þau sem kjörin voru í stjórn eru (stafrófsröð):

  • Daníel F. Jónsson
  • Gísli Már Gíslason
  • Hilmar Jónsson
  • Kristján Ingi Mikaelsson
  • Þórdís Alda Þórðardóttir

Varastjórn skipa:

  • Patrik Snær Kristjánsson
  • Þorvarður Arnar Ágústsson

Það var mikill samtakamáttur á fundinum um að snúa starfi félagsins við og efla tengslamyndun rafmynta- og bálkakeðjusamfélagsins. Stjórnin mun koma saman á næstu vikum til að velja með sér formann ásamt því að skipuleggja einn viðburð áður en árið er úti. Ný stjórn hlakkar til komandi starfsárs og til að vinna í þágu félagsmanna.