myndband

Breytingar í menntun og verkefnið SmileyCoin

Gunnar Stefánsson er prófessor við Háskóla Íslands. Hann er mikill áhugamaður um kennslu og hefur um árabil verið í forsvari fyrir Styrktarfélagið Broskalla sem dreifir kennsluefni, hugbúnaði og tölvum til fátækra svæða í Kenýa.

Í þessu samtali ræddum við um hvernig stefnur í menntun eru að breytast, hvernig rafrænn kennsluhugbúnaður er að hjálpa sjálfstæði nemenda og hvernig maður fer að því að búa til rafmynt.