myndband

Hvað eru peningar og hvernig verða þeir til?

Jón Helgi Egilsson snerti fyrst á Bitcoin árið 2012 og hefur síðan þá komið að nokkrum skýrslum um rafmyntir og bálkakeðjur en þar ber hæst að nefna forsíðugrein í Proceedings of the Institute of Electrical and Electronics Engineers (e. IEEE).

Á árunum 2011-2017 var jón vara- og stjórnarformaður bankaráðs seðlabanka Íslands. Jón hefur stofnað fjögur hugbúnaðarfyrirtæki og starfaði sem yfirmaður fjármálamarkaða hjá Landsbankanum.

Jón Helgi er verkfræðingur frá DTU í Kaupmannahöfn. Hann var einnig aðjúnkt í fjármálaverkfræði í Háskólanum í Reykjavík og gestafræðimaður í Columbia háskólanum í New York.

Þessi þáttur verður með óvenjulegu sniði í dag þar sem þetta er upptaka frá fyrirletri sem var fluttur þriðjudaginn 15 október á seríunni rafmyntir á þriðjudögum. Um er að ræða virkilega gott erindi um hvernig peningar virka og hvernir peningar eru að færast yfir á rafrænt form í auknum mæli.