Daníel Fannar Jónsson situr í stjórn Rafmyntaráðs Íslands og starfar sem ráðgjafi á sviði rafmynta með áherslu á námugröft. Hann hefur áratuga reynslu af upplýsingatækni á alþjóðlegum vettvangi þar sem hann hefur starfað fyrir HP og Dell meðal annara og nú síðast hjá Advania Data Centers sem Director of Blockchain Technologies.
Í þessu samtali ræddum við um námugröft rafmynta (e.mining), helmingunaráhrif Bitcoin í maí á næsta ári (e. halving) og ástæður þess að námuvinnsla er svona umfangsmikil á Íslandi.