myndband

Rafmyntir, undirstöður peninga og þjóðargjaldmiðlar á bálkakeðjum

Sveinn Valfells er framkvæmdastjóri og einn af stofnendum rafeyrisfyrirtækisins Monerium. Hann sendi sína fyrstu Bitcoin færslu árið 2011 og hefur síðan þá farið i fjölmörg viðtöl og haldið fyrirlestra um Bitcoin og bálkakeðjur. Utan við heim bálkakeðja hefur Sveinn verið ráðgjafi, unnið fyrir og stofnað fyrirtæki á sviði líftækni, lífupplýsingafræði, fjármálaþjónustu, símafyrirtækja, hugbúnaðar fyrir snjallsíma og í framtaksfjárfestingum. Sveinn lauk B.S. gráðu í nytjaeðlisfræði frá Columbia, M.S. í efnahagskerfum (e. economic systems) frá Stanford og einnig Ph.D. í eðlisfræði frá háskólanum í Boston.

Í þessu samtali ræddum við um dreifðar fjármálalausnir (e. DeFi) sem hafa verið að ryðja sér til rúms, raunverulegar breytingar sem eru að eiga sér stað í fjármálakerfinu, útgáfu lögeyris á bálkakeðjum í formi rafeyris og hvernig sú útgáfa er gjörólíkt Libra. Samtalið var mjög fræðandi og er eitthvað sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.