Hlynur Þór Björnsson er stjórnarformaður Rafmyntaráðs Íslands og er einnig einn af stofnendum rafmyntamarkaðarins isx.is. Hlynur hefur komið víða við í fjármálakerfinu en hann var áður yfirmaður áhættustýringar hjá Valitor, yfirmaður áhættustýringar hjá lífeyrissjóðnum Gildi, í áhættustýringu hjá Arion Banka og var einnig í fjárstýringu Landsbankans.
Í þessu samtali ræddum við um bálkakeðjur og hvernig hægt er að skrásetja og fylgja matvælum með hjálp þeirra en þessi tækni er að valda byltingu í gegnsæi og upprunarakningu matvæla. Hlynur vann meistaraverkefni í Iðnaðarverkfræði sem snéri að flutningastýringu lausfrystra sjávarafurða og er núna að skoða tækifæri til að nýta bálkakeðjur í landbúnaði og sjávarútveginum á Íslandi.