Jón Heiðar Þorsteinson er vörustjóri hjá Meniga ásamt því að sinna vörumarkaðssetningu. Í gegnum árin hefur Jón Heiðar snert á allskonar tækni sem var á þeim tíma algjör nýjung á markaði. Hann hefur starfað meðal annars hjá almannatengslafyrirtækjum, í rafrænni þjónustu hjá banka og markaðsstjóri leikjafyrirtækis og ferðaþjónustufyrirtækis.
Í þessu samtali ræddum við um heimilisbókhald og mikilvægi þess að hafa skýra yfirsýn yfir bæði útgjöld og innkomu, nýjar lausnir á fjártæknimarkaðnum, auðgun færslna, sóknarfæri Meniga og að lokum stöðu bankanna í gjörbreyttu neytendalandslagi.