Stjórnarformaður Rafmyntaráðs
Gummi Hafsteinsson er svo sannarlega raðfrumkvöðull. Hann er með rafmagns- og tölvuverkfræðipróf frá Háskóla Íslands, ásamt MBA gráðu frá MIT. Síðast starfaði Gummi sem hátt settur vörustjóri hjá Google og sá um Google Assistant lausnina. Á vegferðinni sinni hefur hann starfað með því fólki sem hefur breytt heiminum okkar hvað mest gegnum tækni. Hann stýrði Google Maps fyrir snjallsíma, stofnaði spjallgreinandan Emu sem var selt til Google, var yfir vöruþróun hjá Siri sem var selt til Apple og núna er hann með hausinn í nýsköpunarstefnu Íslands fyrir 2030 ásamt næstu frumkvöðlavegferð.
Í þessu samtali snertum við á ýmsum málum sem flestir hugsa eflaust ekki um dag frá degi. Það má segja að við höfum rætt stóru myndina eins og hún blasir við Gumma og hvað Íslendingar þurfa að gera til að nýta þau tækifæri sem bjóðast okkur. Við ræddum einnig um hvernig það er að vinna hjá erlendum stórfyrirtækjum, hraða þróun tauganeta og ímynd Íslands í hinum stóra heimi.